145. löggjafarþing — 124. fundur,  2. júní 2016.

fullgilding Parísarsáttmálans.

[10:35]
Horfa

utanríkisráðherra (Lilja Alfreðsdóttir) (F):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir fyrirspurnina. Vinna er í fullum gangi í ráðuneytinu til að klára þessa vinnu og ég geri fastlega ráð fyrir því að hægt verði að klára málið í ágúst. Það er mjög góð samvinna milli beggja ráðuneyta. Það er alveg rétt sem hv. þingmaður segir, Ísland vill að sjálfsögðu vera í fararbroddi varðandi þetta mikilvæga samkomulag og við leggjum mikinn metnað í málið.