145. löggjafarþing — 124. fundur,  2. júní 2016.

fullgilding Parísarsáttmálans.

[10:36]
Horfa

Katrín Jakobsdóttir (Vg):

Herra forseti. Svar hæstv. ráðherra var stutt en mjög afgerandi og skýrt. Ég fagna því og ég fagna því að hæstv. ráðherra segir hér að hún eigi von á því að þetta mál komi til þingsins í ágúst. Ég held að það væri mikill sómi að því að við gætum lokið því. Ég vil við það tækifæri segja að það skiptir mjög miklu máli að Alþingi sé virkur þátttakandi í málinu eins og var á loftslagsráðstefnunni sjálfri. Næsta skref verður þá að ljúka við aðgerðaáætlun þannig að raunverulegar aðgerðir fari að fylgja málinu. En fullgildingin skiptir verulegu máli þannig að ég þakka hæstv. ráðherra fyrir svörin og hlakka til að sjá frumvarp um fullgildingu loftslagssáttmálans í ágúst.