145. löggjafarþing — 124. fundur,  2. júní 2016.

almennar félagsíbúðir.

435. mál
[11:09]
Horfa

félags- og húsnæðismálaráðherra (Eygló Harðardóttir) (F):

Virðulegi forseti. Ég vil bara fá að nota tækifærið og þakka velferðarnefnd, framsögumanni málsins, Elsu Láru Arnardóttur, og fyrir forustu sem hv. þm. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir hefur sýnt í nefndinni varðandi vinnsluna í húsnæðismálunum. Það eru ótrúlega margir sem hafa komið að málinu og ég held að það sé líka ástæða fyrir því að við sjáum að það eru 53 þingmenn sem segja já. Sú samstaða sem kemur hér skýrt fram sýnir að við ætlum svo sannarlega að huga betur að þeim heimilum sem þurfa á því að halda.