145. löggjafarþing — 124. fundur,  2. júní 2016.

almennar félagsíbúðir.

435. mál
[11:10]
Horfa

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S):

Virðulegur forseti. Ég vil eins og aðrir fagna því að þetta frumvarp er komið á leiðarenda. Við erum að greiða atkvæði um 1. gr. þar sem verið er að breyta aftur heiti frumvarpsins. Í upphafi hét það frumvarp til laga um almennar íbúðir, nefndin breytti því í frumvarp til laga um almennar félagsíbúðir. Menn vilja síðan breyta því aftur. Ég virði þá skoðun en er á móti henni og mun sitja hjá við atkvæðagreiðslu. Að öðru leyti styð ég frumvarpið.