145. löggjafarþing — 124. fundur,  2. júní 2016.

skattar og gjöld.

667. mál
[11:48]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf):

Herra forseti. Ég greiði atkvæði gegn þessu, meðal annars út frá kynjasjónarmiðum, en einnig vegna tekna ríkissjóðs og þeirrar ríkisfjármálaáætlunar sem er nú til umfjöllunar í fjárlaganefndinni. Þetta er ein af forsendum hennar og setur það allt og þá áætlun úr skorðum. Mér finnst rétt að tekið sé fram hér að um leið og þetta er gert þurfi að taka upp áætlunina. Það gerir meiri hluta nefndarinnar og okkur í fjárlaganefnd erfitt fyrir að ljúka afgreiðslu fjármálaáætlunar sem stóð til að gera hér fyrstu vikuna í júní.