145. löggjafarþing — 124. fundur,  2. júní 2016.

útlendingar.

728. mál
[12:20]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Ég vil taka undir með þeim sem hér hafa talað um mikilvægi þess að verið sé að ganga frá þessu máli í þverpólitískri samstöðu. Ég hef ekkert farið í grafgötur með það að margt í frumvarpinu gengur að mínu mati ekki nógu langt. Ég tel hins vegar breytingartillögurnar sem lagðar eru til gera málið allmiklu betra og sér í lagi þau ákvæði sem varða börn. Þetta er því skref, kannski lítið skref, en skref í rétta átt. Þess vegna ætla ég að styðja það. En ég tel hins vegar alveg ljóst að frekari úrbóta er þörf í framtíðinni, jafnvel áður en lögin taka gildi, sem og að setja verður vinnu í það að tryggja að framkvæmd laganna verði alltaf með mannúð að leiðarljósi.