145. löggjafarþing — 124. fundur,  2. júní 2016.

útlendingar.

728. mál
[12:33]
Horfa

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Það er þessi málsliður 4. gr. sem kveður á um eða felur í sér að öll málefni útlendingsins séu á höndum einnar stofnunar, Útlendingastofnunar. Ég tel það ekki í anda góðra stjórnsýsluhátta að hafa bæði úrskurðar- og rannsóknarhlutverk á hendi sama aðila sem á síðan að annast hagsmunagæslu og réttargæslu. Það heimilar stofnuninni og setur henni skyldu á herðar að afla upplýsinga t.d. um málefni einstaklings sem síðan er hægt að nota gegn þeim sama einstaklingi af sömu stofnun. Þetta er ekki rétt stjórnsýsla, virðulegi forseti, þess vegna sit ég hjá við þessa málsgrein en greiði svo atkvæði með frumvarpinu að öðru leyti.