145. löggjafarþing — 124. fundur,  2. júní 2016.

ný skógræktarstofnun.

672. mál
[12:46]
Horfa

Líneik Anna Sævarsdóttir (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Við greiðum hér atkvæði um frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna nýrrar skógræktarstofnunar við 3. umr. Ég er sammála þeim breytingum sem hér eru lagðar til og tel þær mikilvægan grunn að áframhaldandi þróun nýrrar atvinnugreinar, auk þess sem þær skipta miklu máli fyrir þróun og umhverfisverndarstarf og hvernig við vinnum að umhverfismálum hér á landi. Ég er að sama skapi mjög ánægð með þá samstöðu sem hefur orðið um þessa breytingu. Mér er þó kunnugt um að bændur sem vinna að skógrækt hafa ákveðnar áhyggjur og vil því ítreka mikilvægi þess að ný stofnun, og þeir sem vinna að skógrækt á eigin landi, hafi áfram góða samvinnu, bæði um stefnumótun og áherslur í starfinu og eins um samningagerð og fjármál.