145. löggjafarþing — 124. fundur,  2. júní 2016.

meðferð og ráðstöfun aflamagns sem dregið er frá heildarafla.

789. mál
[15:06]
Horfa

Björt Ólafsdóttir (Bf):

Virðulegi forseti. Ég vil koma hér upp og gera grein fyrir atkvæði mínu. Ég skrifa undir nefndarálitið með einum fyrirvara. Við í Bjartri framtíð erum samþykk því hvernig farið er með þetta í þetta skipti en ég vil halda því til haga að endurskoða má potta ýmiss konar, það hvernig byggðastefna er og byggðastyrkir hugsaðir í þeim efnum. Við viljum halda því til haga að það þarf kannski eitthvað annað og meira en að henda þorskígildum í ýmis byggðarlög til að styðja við þau.

Þetta er ágætt svo langt sem það nær, en við þurfum að koma með heildarendurskoðun. Raunar var nefnd þingmanna byrjuð á því en við náðum ekki að klára málið sem er miður.