145. löggjafarþing — 124. fundur,  2. júní 2016.

húsnæðisbætur.

407. mál
[15:10]
Horfa

Vilhjálmur Bjarnason (S):

Virðulegi forseti. Ég tel rétt að ég geri grein fyrir atkvæði mínu í þessu máli. Ég hef lengi haft dálitlar áhyggjur af þessu frumvarpi. Áhyggjur mínar beinast ekki að því að velferð einhverra sem á þurfa að halda sé bætt, heldur velferð þeirra sem síst þurfa á því að halda. Ég óska eftir því að velferðarráðuneytið fylgist vel með því hvort þessi lagabálkur kunni að leiða til hækkunar húsaleigu þannig að leigusalar verði þeir sem njóti helst þessara húsnæðisbóta. Í trausti þess að með því verði fylgst að þetta hækki ekki húsaleigu greiði ég þessu atkvæði mitt. Ég vil að afstaðan liggi fyrir í þingtíðindum.