145. löggjafarþing — 125. fundur,  2. júní 2016.

ársreikningar.

456. mál
[15:51]
Horfa

iðnaðar- og viðskiptaráðherra (Ragnheiður E. Árnadóttir) (S):

Virðulegur forseti. Hér erum við að samþykkja afar mikilvægt mál sem mun leiða til þess að ársreikningaskil og ársreikningagerð fyrir yfir 80% fyrirtækja í landinu munu verða einfölduð og þar með erum við að stuðla að því að starfsumhverfi fyrirtækja hér á landi verði einfaldara og skilvirkara í þágu okkar allra. Ég vil nota þetta tækifæri og þakka hv. efnahags- og viðskiptanefnd fyrir frábært starf að þessu máli. Sérstaklega vil ég þakka hv. þm. Willum Þór Þórssyni, sem var framsögumaður málsins, fyrir elju sína og vinnu í þessu máli sem er frekar flókið og margþætt en mun skila sér í góðum afleiðingum og góðum áhrifum fyrir íslenskt efnahagslíf.