145. löggjafarþing — 125. fundur,  2. júní 2016.

mjólkurfræði.

40. mál
[18:13]
Horfa

Vilhjálmur Bjarnason (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég biðst afsökunar á bráðræði mínu, en ég ætla aðeins að segja að ég óska eftir því að þingmenn og þingnefndir noti orðfæri sem þeir hafa vald yfir og séu ekki að sletta einhverju sem er notað yfirleitt þegar hlutir eru orðnir óhagkvæmir, þá eru þeir orðnir þjóðhagslega hagkvæmir. Ég ætla ekki að gera fleiri athugasemdir í þessu máli. Ég hef lokið máli mínu, virðulegi forseti. (Gripið fram í: Ertu á móti mjólkurfræðingum?)