145. löggjafarþing — 127. fundur,  2. júní 2016.

gjaldeyrismál o.fl.

810. mál
[22:26]
Horfa

Katrín Jakobsdóttir (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Þó að óskandi hefði verið að meira samráð hefði verið haft um þetta mál styð ég það og við í Vinstri hreyfingunni – grænu framboði. Við bentum raunar á það í nefndaráliti okkar þegar samþykkt voru lög um sérstaka meðferð krónueigna fyrir tveimur vikum að þörf væri á lagasetningu gegn vaxtamunarviðskiptum til að taka á spákaupmennskuinnstreymi inn til landsins. Þetta hefur legið fyrir. Þessar raddir hafa víða heyrst og að sjálfsögðu hefði verið heppilegt að taka á þessu þá, en við styðjum málið nú þegar það kemur inn enda engin ástæða til að gefa opin færi á stöðutöku gagnvart íslensku krónunni. Þess vegna munum við styðja þetta mál þó að auðvitað hefði verið æskilegra að fá aukið samráð og aukinn tíma til umfjöllunar um málið.