145. löggjafarþing — 131. fundur,  8. júní 2016.

kjaramál Félags íslenskra flugumferðarstjóra.

815. mál
[21:24]
Horfa

Ásta Guðrún Helgadóttir (P):

Virðulegi forseti. Við í Pírötum segjum nei við þessari tillögu, sér í lagi þar sem þetta brýtur alveg sérstaklega mikið á borgararéttindum fólks þegar kemur að því að hafa rétt til að vera í verkfalli. Svo virðist sem ríkisstjórnin sé orðin eins konar afgreiðslustöð atvinnulífsins til að koma í veg fyrir verkföll og ég hreinlega hafna því að þetta verði eitthvað sem muni tíðkast hér í framtíðinni.

Núna þurfum við að segja stopp. Undanfarin ár hafa nógu oft verið sett lög á verkföll og núna er bara komið nóg. Við þurfum að virða þetta og komast til móts við aðila, bæði starfsmennina og aðila vinnumarkaðarins, þegar kemur að því að reyna að finna út hvað er í raun og veru að.

Við í Pírötum sitjum hjá, við stöndum með borgararéttindum fólks og þar með réttindum þess til að fara í verkföll.