145. löggjafarþing — 133. fundur,  16. ág. 2016.

námslán og námsstyrkir.

794. mál
[15:40]
Horfa

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Það eru örfá atriði sem eru vissulega stærsti hlutinn í því sem nefndin þarf að skoða, þ.e. tekjutengingin varðandi afborganirnar og styrkina. Það er spurning, eins og hefur verið nefnt, hvort vextirnir eru í raun að borga upp styrkina. Stjórn Eyþings hefur sent okkur ályktun þar sem kemur fram að þau telja að þetta sé dýru verði keypt, þ.e. hækkun vaxta og afnám tekjutengingar, og að frumvarpið mismuni námsmönnum eftir búsetu og efnahag. Ég tek undir það. Samband íslenskra sveitarfélaga hefur líka áhyggjur af því. Þetta hlýtur að vera þungamiðjan í því, af því að menntun er gríðarlegt byggðamál og ekki aðeins í því formi að hægt sé að sækja nám heldur líka eins og nefnt var áðan, (Forseti hringir.) til að fá fólk til að koma til baka með einhverjum öðrum hætti.