145. löggjafarþing — 134. fundur,  17. ág. 2016.

landlæknir og lýðheilsa.

397. mál
[15:40]
Horfa

Steingrímur J. Sigfússon (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Það voru skiptar skoðanir um þetta mál í velferðarnefnd. Minni hluti nefndarinnar leggur fram sérnefndarálit. (Forseti hringir.)

(Forseti (EKG): Forseti biður um hljóð í þingsalnum.)

Minni hluti nefndarinnar leggur fram sérnefndarálit þar sem ekki er mælt með afgreiðslu þessa frumvarps. Við teljum að engin rök standi til þess að taka núverandi ferli umsagna og úthlutunar úr lýðheilsusjóði úr þeim faglega farvegi sem það hefur verið í. Hér er verið að draga úr því að umsóknir sæti breiðu, faglegu mati og þrengja ferlið með því að fækka í stjórn. Þau rök sem færð hafa verið fram fyrir breytingunni vega að okkar dómi alla vega léttara en þau sem á móti því mæla.

Við munum því ekki styðja þetta mál og þvert á móti greiða atkvæði gegn því.