145. löggjafarþing — 134. fundur,  17. ág. 2016.

þjóðaröryggisráð.

784. mál
[15:42]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Þjóðaröryggisráði er ætlað að vera samráðsvettvangur um þjóðaröryggismál. Við 1. umr. kom fram ýmiss konar gagnrýni á þetta mál en í meðferð nefndarinnar var tekið tillit til þessarar gagnrýni eins og endurspeglast í breytingartillögunum sem koma frá hv. utanríkismálanefnd þar sem er opnað fyrir víðari nálgun þar sem fólk með fjölbreyttari bakgrunn mun eiga sæti í þjóðaröryggisráðinu.

Ég stend að þessum breytingartillögunum sem ég tel að muni bæta málið og ætla því að styðja við framgöngu málsins og fylgja því eftir til enda.