145. löggjafarþing — 134. fundur,  17. ág. 2016.

þjóðaröryggisráð.

784. mál
[15:45]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P):

Virðulegi forseti. Ég greiði atkvæði með greininni en vil við þetta tækifæri, þar sem um er að ræða viðurlög sem varða þjóðaröryggishagsmuni þjóðarinnar, segja að við þurfum upp að koma upp betra ferli til verndar uppljóstrurum og vil minna á að það kemur fyrir að þjóðaröryggismál gangi af göflunum í sumum ríkjum og það verður að vera til staðar einhvers konar jafnvægi til þess að með meintum þjóðaröryggishagsmunum sé ekki vegið að frelsi og lýðræðislegum réttindum borgaranna.

Ég ítreka að ég greiði atkvæði með þessari grein en mér finnst rétt að hafa þetta í huga vegna þess að nýlegir atburðir í heiminum hafa gefið okkur ærið tilefni til þess.