145. löggjafarþing — 134. fundur,  17. ág. 2016.

fjármálastefna 2017--2021.

741. mál
[16:34]
Horfa

Frsm. 3. minni hluta fjárln. (Brynhildur Pétursdóttir) (Bf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Hv. þingmaður leiddi umræðuna eiginlega beint inn í næstu spurningu mína, en hún var einmitt um vegamálin, um ferðamennina. Við í 3. minna hluta, Björt framtíð, teljum að hægt sé að skattleggja ferðaþjónustuna í meira mæli en nú er gert, þá er ég að tala sérstaklega um efra þrep virðisaukaskatts í gistingu. Þar er pólitískur áherslumunur.

Í nefndarálitinu er talað um að það þurfi jafnvel að fara í vegaframkvæmdir þar sem gæti verið um að ræða einkarekstur eða slíkt. Hæstv. samgönguráðherra hefur líka talað um að hugsanlega þurfum við að fara í einhverjar vegaframkvæmdir, samgönguframkvæmdir, þar sem notendurnir eru í meira mæli að borga. Það er ýjað að þessu líka í nefndarálitinu. Gæti hv. þingmaður gæti farið aðeins nánar ofan í það hvað við sjáum fyrir okkur í þeim efnum? Við erum örugglega sammála um að við þurfum að fara (Forseti hringir.) í massífa uppbyggingu í vegamálum, en annaðhvort verðum við að skattleggja fyrir því, með sköttum, (Forseti hringir.) eða fara í einhvers konar notendagjöld á vegum úti. Hvað erum við að tala um í þeim efnum?