145. löggjafarþing — 135. fundur,  18. ág. 2016.

fjármálastefna 2017--2021.

741. mál
[14:13]
Horfa

forsætisráðherra (Sigurður Ingi Jóhannsson) (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Við erum að hefja atkvæðagreiðslu annars vegar um fjármálastefnu og síðan á eftir um fjármálaáætlun. Hér erum við í fyrsta sinn að leggja fram langtímastefnumörkun í fjármálum og sú sem liggur fyrir byggir á þeim gríðarlega árangri sem ríkisstjórn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins hefur náð á þessu kjörtímabili og er viðurkennt um allan heim að sé einstök. Þær horfur sem við höfum í efnahagsmálum þjóðarinnar til þess að bæta í innviði, hvort sem er í velferðarmálum, samgöngumálum, heilbrigðismálum, menntamálum eða öðrum þeim innviðum sem við þurfum að bæta verulega í — hér eru tækifæri til þess, innan fjármálaáætlunarinnar á grundvelli þessarar stefnu. Það er aðalatriðið að við horfum til lengri tíma til að tryggja stöðugleika þannig að það sem við bætum í haldi.