145. löggjafarþing — 135. fundur,  18. ág. 2016.

fjármálastefna 2017--2021.

741. mál
[14:21]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Með því að vinna eftir þessum nýsamþykktu lögum er verið að leggja grunninn að aga og ráðdeild og langtímaáætlunum í opinberum fjármálum. Það þýðir að ef við ætlum að ná þeim árangri að þeir stjórnmálamenn sem láta sig þessi mál varða lofi ekki bara einhverju sem er ekki hægt að standa við, þeir útskýri líka hvernig á að fjármagna það.

Þessi áætlun er eins og stefna ríkisstjórnarinnar hefur verið, þ.e. verið er að leggja höfuðáherslu á uppbyggingu í heilbrigðismálum og velferðarmálum. Hver sá sem vill getur séð það í tölum.

Það er hins vegar áhugavert þegar hv. stjórnarandstaða talar eins og hún talar hér, þegar menn rýna í það hverju hún er að lofa í skattamálum, hún er að lofa, hóta, að skatta tekjulága eldri borgara með svokölluðum auðlindaskatti sem síðasta ríkisstjórn lofaði að endurnýja ekki. Sömuleiðis (Forseti hringir.) leggur hún áherslu á að hækka skatta á millistéttina í landinu. (Gripið fram í.)