145. löggjafarþing — 135. fundur,  18. ág. 2016.

fjármálaáætlun 2017--2021.

740. mál
[14:29]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar dregur upp framtíðarsýn til næstu fimm ára sem okkur í Samfylkingunni lýst satt að segja ekkert á. Nái áætlun stjórnarflokkanna fram að ganga mun misskipting aukast, velferðarkerfið og skólar veikjast enn frekar og vegakerfið molna. Stuðningur við barnafjölskyldur verður minni og kjör þeirra sem treysta á greiðslur almannatrygginga versna miðað við lægstu laun. Þetta er framtíðarsýn sem jafnaðarmenn geta alls ekki stutt. Við greiðum því atkvæði gegn fimm ára ríkisfjármálaáætlun Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks.