145. löggjafarþing — 135. fundur,  18. ág. 2016.

vextir og verðtrygging.

817. mál
[16:15]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Bjarni Benediktsson) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Já, þetta er réttur skilningur. En eins og sést af þessari áætlun þá er hún mjög gróf og þar eru mjög mikil eða stór vikmörk, það er einhvers staðar frá því að vera 1/3 eða rúmlega það yfir í 2/3 eða rúmlega það. Það er erfitt að segja nákvæmlega fyrir um hversu margir það verða þegar upp er staðið sem mundu lenda á vegg. En þrátt fyrir það að við værum í efri mörkunum þarna og þetta hefði eins lítil áhrif á fjöldann og gera má ráð fyrir samkvæmt þessari áætlun, þá væri þetta samt sem áður stærsta skref sem stigið hefur verið í átt til þess að þrengja að almennri notkun verðtryggingarinnar á grundvelli jafngreiðslulána, þessum 40 ára jafngreiðslulánum. Ég kannast ekki við að nokkurt annað skref hafi verið stigið fyrr (Forseti hringir.) jafn stórt og veigamikið og þetta.