145. löggjafarþing — 135. fundur,  18. ág. 2016.

vextir og verðtrygging.

817. mál
[16:17]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hæstv. fjármálaráðherra yfirferðina. Hér áðan var til umræðu frumvarp til laga um stuðning við kaup á fyrstu íbúð. Svo er núna verið að ræða einhverjar takmarkanir á töku verðtryggðra lána, þ.e. jafngreiðslulána til 40 ára. Ég velti einu fyrir mér af því að mér finnst það ekki koma nógu skýrt fram í þessum frumvörpum. Nú er það þannig að ungt fólk sem er að reyna að komast inn á fasteignamarkaðinn er fyrst og fremst að kaupa litlar íbúðir, það er nú eðli málsins samkvæmt þannig sem fólk byrjar. Mér finnst erfitt að lesa út einhverja greiningu á áhrifum á fasteignaverð af þessum tveimur aðgerðum. Ég verð að játa að ég hef örlitlar áhyggjur af því að þetta kunni að leiða til hækkunar fasteignaverðs, sérstaklega á minni íbúðum. Ég vil spyrja hæstv. fjármálaráðherra hvort einhverjar slíkar greiningar hafi farið fram.