145. löggjafarþing — 135. fundur,  18. ág. 2016.

vextir og verðtrygging.

817. mál
[16:18]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Bjarni Benediktsson) (S) (andsvar):

Frú forseti. Óskað var eftir greiningu á þessum þætti málsins og sjálfsagt að það verði allt saman skoðað vel í nefndarstarfinu. En samantekið er það mat þeirra sem komu að þessu að líklegra sé að það verði einhvers konar hliðrun á húsnæðismarkaðnum frekar en þetta leiði út í hærra verðlag. Ég leyfi mér líka að benda á að menn hafa verið hér að ræða mjög um það hversu miklu hærri vaxtabætur voru fyrir nokkrum árum, þær hafi þegar mest lét numið næstum 20 milljörðum á ári. Ekki höfðu menn á þeim tíma áhyggjur af því að það mundi allt saman springa út í hærra verðlagi á húsnæðismarkaðnum. Þetta er í sjálfu sér í samanburði við það tiltölulega væg aðgerð, hún er tiltölulega væg aðgerð samanborið við sérstöku vaxtabæturnar og fullfjármagna stórt vaxtabótakerfi sem þó lifði ekki nema í eitt, tvö ár. En heildarniðurstaðan af matinu var (Forseti hringir.) sem sagt sú að það yrði bara meiri eftirspurn eftir séreignum og minni eftirspurn á leigumarkaði.