145. löggjafarþing — 135. fundur,  18. ág. 2016.

vextir og verðtrygging.

817. mál
[16:21]
Horfa

Elsa Lára Arnardóttir (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég vil byrja á að þakka hæstv. fjármálaráðherra fyrir góða ræðu. Eins og hann sagði erum við að stíga stærstu skref í að minnka vægi verðtryggingar, frá 1979. Þó verð ég að spyrja ráðherra hvers vegna ekki er gengið til fulls í þessum málum með því að banna 40 ára lán í þessu skrefi og vil þá ég vitna í þær mótvægisaðgerðir sem vitnað er til í séráliti Vilhjálms Birgissonar þar sem við hefðum getað notað séreignarsparnað eða vaxtabótakerfi sem móta þessa aðgerð þannig að fólk kæmist í gegnum greiðslumat. Ég hef áhyggjur af því að þrátt fyrir þessa góðu aðgerð, þá miklu og góðu vinnu sem hefur átt sér stað, að þeir launalægstu muni bera hvað mesta ábyrgð á því og greiði mest fyrir fasteignir sínar og taki mestu áhættuna ef áföll yrðu í efnahagslífinu í framtíðinni. Ég vil samt segja að þetta er vel unnið og er mjög gott til þeirra sem það nær til.