145. löggjafarþing — 135. fundur,  18. ág. 2016.

vextir og verðtrygging.

817. mál
[16:58]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (um fundarstjórn):

Forseti. Ég gat þess í ræðu minni áðan að ég undraðist að sjá ekki og heyra ekki í framsóknarmönnum nema, eins og komið hefur fram, hv. þm. Elsu Láru Arnardóttur. Það sætir mikilli furðu að þingmenn Framsóknarflokksins séu ekki hér að útskýra þessi mál fyrir okkur, segja okkur að hérna séu þeir að uppfylla kosningaloforð sitt. Er það kannski þannig að þeim er fleirum farið eins og hv. þm. Elsu Láru Arnardóttur, að þetta séu vonbrigði fyrir þau? Er þá ekki rétt að þau komi hér og segi að þau ætli ekki að uppfylla þetta mikla kosningaloforð?