145. löggjafarþing — 137. fundur,  22. ág. 2016.

hlutafélög o.fl.

664. mál
[16:18]
Horfa

Vilhjálmur Bjarnason (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég er mikill áhugamaður um hlutafélagalög og fagna því þegar endurbætur eru gerðar á hlutafélagalögum og í hvert skipti sem hlutafélagaformið er gert aðgengilegra fyrir þá sem vilja stofna til atvinnurekstrar. En það er eitt atriði sem hefur angrað mig nokkuð. Það er aðgengi hluthafa að endurskoðendum í hlutafélögum. Það er mjög takmarkað nema í gegnum stjórn. Nú liggur fyrir frumvarp til laga um breytingu á hlutafélagalögum, þingmannafrumvarp, þar sem sá sem hér stendur er flytjandi. Ég ætla í fyrsta lagi að velta upp spurningunni hvort ráðuneytið hafi nokkuð skoðað þetta frumvarp og hvort hæstv. ráðherra hefur nokkuð á móti því þó að efnahags- og viðskiptanefnd fjalli um það að einhverju leyti og geri þar hugsanlega breytingartillögu ef til kemur. Virðulegi forseti. Ég ætla ekki að lengja mál mitt.