145. löggjafarþing — 138. fundur,  23. ág. 2016.

stefnumörkun og aðgerðaáætlun um kolefnishlutlaust Ísland árið 2050.

353. mál
[15:59]
Horfa

Sigríður Á. Andersen (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Af því að við hv. þingmenn sem hér sitjum inni sitjum ekki öll í hv. utanríkismálanefnd langaði mig að biðja hv. þingmann um að útskýra örlítið nánar til hvers hún var að vísa. Hún nefnir að það hafi verið að afgreiða í þeirri ágætu nefnd tollasamning við Evrópusambandið. Ef ég þekki það rétt er um að ræða samning Íslands við Evrópusambandið um tollfrjálsan innflutning á nokkrum landbúnaðarafurðum. Mig langaði að biðja hv. þingmann að staðfesta að svo sé. Ef svo er langar mig að spyrja hv. þingmann hvort henni finnist þá koma til greina að hefta innflutning á þeim ostum t.d. eða þeim landbúnaðarafurðum sem samningurinn kveður á um í ljósi umhverfismála. Vissulega eru þessir ostar og þær landbúnaðarafurðir sem samið er um fluttar inn með flugvélum eða skipum á meðan ekki hefur verið fundin upp aðferð til að senda þá rafrænt til Íslands.