145. löggjafarþing — 140. fundur,  25. ág. 2016.

starfsáætlun sumarþings.

[11:21]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf):

Forseti. Ég tek undir með þeim sem hafa gagnrýnt það að starfsáætlunin hefur ekki verið endurskoðuð. Hún gildir til 2. september og 2. september er í næstu viku. Ég vil líka benda á það vegna orða hæstv. fjármálaráðherra að þau miklu frumvörp sem hann er að tala um að við eigum eftir að fara yfir voru send út til umsagnar og skila á þeim 1. september sem er daginn áður en starfsáætlun lýkur. Ef við eigum að vera hérna lengur á þessu þingi en til 12. september þarf að breyta lögum í landinu. Ég spyr: Af hverju ráðast mennirnir sem hér stjórna þá ekki í það að endurskoða starfsáætlunina og leggja fram frumvarp um að breyta lögum af því að það hentar þeim ekki að fara eftir lögum? Þá breytum við þeim bara. Það er gangurinn hér í þessum (Forseti hringir.) sal.