145. löggjafarþing — 140. fundur,  25. ág. 2016.

starfsáætlun sumarþings.

[11:30]
Horfa

Björt Ólafsdóttir (Bf):

Virðulegi forseti. Þetta er allt mjög einkennilegt. Ég sé mig knúna til þess að minna hæstv. fjármála- og efnahagsráðherra á að hann er ekki forseti þingsins, hann fer ekki hér með það vald að ráða starfsáætlun, það er þessi ágæti maður sem situr hér fyrir aftan mig, hæstv. forseti, sem hefur ekki breytt starfsáætlun og forsætisnefnd hefur ekki fundað til að gera það. Starfsáætlun eins og hún stendur í dag er á þá leið að við ljúkum fundum 2. september. Þar við situr auðvitað. Ráðherrar í ríkisstjórn geta ekki ákveðið um annað svona sín á milli. Ég vildi bara hafa þetta dálítið vel á tæru svo við séum ekki hérna í einhverjum fíflagangi að ræða eitthvað sem við þurfum ekkert að ræða.