145. löggjafarþing — 142. fundur,  30. ág. 2016.

búvörulög o.fl.

680. mál
[20:28]
Horfa

Sigríður Á. Andersen (S) (andsvar):

Hv. þingmaður gerir náttúrlega allt of mikið úr afstöðu minni. Mér finnst rétt að upplýsa um afstöðu við atkvæðagreiðslu. Ég tel nú ekki útilokað málið fari aftur í nefnd vegna þess að eins og ég hef lýst í ræðu minni hefði mér þótt vænt um að í nefndaráliti a.m.k. meiri hluta nefndarinnar væri tekið betur á ýmsum málum. Sú afstaða mín liggur alveg fyrir hvað það varðar og reyndar önnur atriði líka sem ég hef hreinlega lýst yfir andstöðu minni við. Ég hlýt nú að ætla skynibornum mönnum að geta dregið af því einhverjar ályktanir.

Ég tel ekki útilokað að styðja frumvarp sem gerir þennan samning hreinlega að þriggja ára samningi. Það væri hins vegar svolítið einkennilegt í ljósi þess að mér finnst samningurinn mögulega ekki tækur sem slíkur. (Forseti hringir.) Það er það sem ég vakti athygli hv. þingmanns á að gæti nú orkað svolítið tvímælis af hálfu Samfylkingarinnar, (Forseti hringir.) þ.e. að vilja samþykkja samninginn eins og hann er. (Forseti hringir.) (Gripið fram í.) En þeir eru samt á móti samningnum.