145. löggjafarþing — 142. fundur,  30. ág. 2016.

búvörulög o.fl.

680. mál
[20:35]
Horfa

Sigríður Á. Andersen (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Það kann að vera, ég ætla nú ekki að vera svo mikill galgopi að tjá mig um stjórnarskrárgildi þess að semja til tíu ára. Það liggur fyrir að Alþingi getur auðvitað falið ríkisstjórn að gera samninga og til langs tíma. Ríkið og ríkisstjórn gerir það mjög reglulega, leigir húsnæði og annað slíkt til langs tíma þótt það skarist á við kjörtímabil. En ég get alveg tekið undir með hv. þingmanni, ef hann er að ýja að þessu, að þetta er vert að skoða og hefði einmitt verið upplagt fyrir hv. nefnd að fjalla örlítið um af því hér er um verulegar fjárhæðir að ræða, þetta er ekki bara húsaleiga.

Seinni spurningin laut að — hún er bara alveg dottin úr mér. (ÁPÁ: Undanþágan.) Undanþágan (Forseti hringir.) frá samkeppnislögum. Ég hef verið þeirrar skoðunar að sjálfsögðu að um landbúnaðinn eigi að gilda samkeppnislög eins og aðrar atvinnugreinar.