145. löggjafarþing — 142. fundur,  30. ág. 2016.

búvörulög o.fl.

680. mál
[22:46]
Horfa

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Í rústabjörgun — samt talar hv. þingmaður um að landbúnaðurinn og landbúnaðarstefnan séu í raun í rúst, en meðan á rústabjörguninni stóð var aldrei lagt til að eitthvað mætti betur fara eða að öðruvísi ætti að standa að verkum af því menn höfðu ekki tíma, þeir voru í rústabjörgun. En þetta er ein af undirstöðuatvinnugreinum þjóðarinnar.

Virðulegur forseti. Með fullri virðingu fyrir svari hæstv. þingmanns finnst mér þetta heldur klént og gert til þess eins að snúa sig út úr því að svara af hverju hv. þingmaður og flokkur hans hafa ekki gert neitt til þess að breyta landbúnaðarmálum hér.