145. löggjafarþing — 144. fundur,  1. sept. 2016.

búvörulög o.fl.

680. mál
[11:53]
Horfa

Óttarr Proppé (Bf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Björt framtíð leggur fram frávísunartillögu á þennan samning. Ástæðan fyrir því er að við teljum að hér hafi verið unnið án samráðs við mjög mikilvæga aðila að landbúnaðinum, þ.e. neytendur, að umhverfistillitinu og tilliti til samkeppnismála. Þrátt fyrir ýmis góð orð í breytingartillögu nefndarinnar og í áliti meiri hluta nefndarinnar teljum við þær breytingar ekki fastar í hendi. Þær gera ráð fyrir því að mögulega verði breytt eftir samþykkt samningsins. Við erum mótfallin því og teljum ekki ástæðu til að samþykkja meingallaðan samning heldur eigi að fara aftur í vinnuna, koma með góðan samning sem mér heyrist að sé möguleiki á að verði nokkuð rík sátt um. Við eigum að ná þeirri sátt áður en við samþykkjum samning en ekki (Forseti hringir.) eftir á.