145. löggjafarþing — 144. fundur,  1. sept. 2016.

búvörulög o.fl.

680. mál
[12:00]
Horfa

Brynjar Níelsson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Íslenskur landbúnaður er mjög mikilvæg atvinnugrein. Hann framleiðir vöru sem á raunverulega engan sinn líka. Í núverandi kerfi sem er meingallað er verið að reyna að ráða bót á því. Hv. atvinnuveganefnd hefur staðið sig frábærlega við að bæta þennan samning og breytingar á búvörulögum (Gripið fram í.) sem er mjög mikilvægt því að núverandi fyrirkomulag er það gallað að við getum ekki unað við það lengur. Um þessar breytingar hefur verið nokkuð víðtæk sátt um og þær eru til mikilla bóta þótt eflaust sé hægt að gera eitthvað betur einhvers staðar.

Ég tel þetta það mikið hagsmunamál fyrir íslensku þjóðina að ég greiði atkvæði með frumvarpinu.