145. löggjafarþing — 144. fundur,  1. sept. 2016.

búvörulög o.fl.

680. mál
[12:08]
Horfa

Páll Jóhann Pálsson (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég þakka félögum mínum í atvinnuveganefnd fyrir góða vinnu og gott samstarf í þessu máli og þessar lagfæringar. Það má vel vera að menn sjái eitthvað athugavert við það að frumvörp taki breytingum í nefndum. Ég er bara mjög hlynntur því. Hins vegar eru ákveðin vonbrigði að þeir sem unnu að þessum breytingum með okkur af heilum hug stökkvi svo af vagninum þegar á hólminn er komið. Mér fannst það ekki stórmannlegt.

Við sem höfum trú á íslenskum landbúnaði og viljum honum vel erum sannfærð um að þessi samningur sé ákveðið framfaraskref og gefi íslenskum landbúnaði ný tækifæri (Forseti hringir.) sem við höfum fulla trú á að hann muni nýta.