145. löggjafarþing — 144. fundur,  1. sept. 2016.

búvörulög o.fl.

680. mál
[12:12]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf):

Herra forseti. Hagur neytenda er fyrir borð borinn með búvörusamningnum og hann er líka slæmur fyrir bændur til lengri tíma litið, hvort tveggja er óásættanlegt. Þess vegna styðjum við í Samfylkingunni þessa frávísunartillögu og teljum það vera best að byrja upp á nýtt og gera samning sem styrkir hvort tveggja, hag neytenda og hag bænda.