145. löggjafarþing — 144. fundur,  1. sept. 2016.

búvörulög o.fl.

680. mál
[12:20]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf):

Virðulegur forseti. Við í Samfylkingunni lögðumst gegn því að mjólkuriðnaðurinn yrði tekinn undan samkeppnislögum fyrir liðlega tíu árum síðan, enda skapar slíkt óheilbrigða viðskiptahætti. Við fluttum breytingartillögu sama efnis fjórum árum síðar. Þá sagði hv. þm. Birgir Ármannsson að tillagan væri í rétta átt en þarfnaðist nánari skoðunar. Nú hygg ég að séu liðin nógu mörg ár til þess að frjálslyndisþingmenn Sjálfstæðisflokksins ættu að geta stutt hana. En þegar við fluttum hana síðan þriðja sinni rauk upp hæstv. þáverandi landbúnaðarráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson og ætlaði að skipa nefnd til að útfæra málið vegna þess að það væri ekki nægilegur tími til að gera þetta. Sú nefnd hefur aldrei hist.

Virðulegur forseti. Það er ekkert því til fyrirstöðu og löngu kominn tími til að eðlilegir viðskiptahættir gildi um mjólkuriðnað eins og aðra atvinnustarfsemi á landinu. Ég segi já.