145. löggjafarþing — 144. fundur,  1. sept. 2016.

búvörulög o.fl.

680. mál
[12:23]
Horfa

Þorsteinn Sæmundsson (F):

Hæstv. forseti. Ég er út af fyrir sig áfjáður um að samkeppni sé mikil á landinu. Þessi tillaga gengur ekki nógu langt. Hún gerir einungis ráð fyrir því að fyrirtæki sem er með rúmlega 90% markaðshlutdeild verði sett undir samkeppnislög. Það er engin tilraun gerð í tillögunni til að tryggja að fyrirtæki sem er með 60% markaðshlutdeild á smásölumarkaði verði skipt upp þannig að samkeppnin verði ekki bara við mjólkurspenann heldur við búðarborðið líka. Af þeirri ástæðu get ég ekki stutt þessa (Gripið fram í.) tillögu og segi því nei.