145. löggjafarþing — 144. fundur,  1. sept. 2016.

búvörulög o.fl.

680. mál
[12:40]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Þó að fyrirliggjandi samningur sé meingallaður er öllum ljóst að bændur þurfa samning til nokkurra ára. Hér virtist geta orðið sátt um að hann yrði framlengdur til þriggja ára en ekki að samningur sem er svo vondur að hann þarf að endurskoða áður en hann hefur verið samþykktur sé gerður til tíu ára með 200 þús. millj. kr. skuldbindingu fyrir skattgreiðendur þar sem fyrirvarinn um endurskoðun er fyrst og fremst bænda megin, þar sem ákvæði í gömlu búvörulögunum fellur brott um að samið sé til eins árs í senn. Hér segja þeir já sem eru tilbúnir til að semja til þriggja ára meðan samningurinn er endurskoðaður. Nei, segja þeir sem vilja skuldbinda ríkissjóð um 200 milljarða til tíu ára.