145. löggjafarþing — 144. fundur,  1. sept. 2016.

búvörulög o.fl.

680. mál
[12:41]
Horfa

Óttarr Proppé (Bf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Björt framtíð flutti frávísunartillögu þar sem við kölluðum eftir að ferlið yrði hafið á ný og almennilegur samningur lagður fyrir þingið frekar en að samþykkja hér talsverðar breytingar á landbúnaðarkerfinu og ætla svo að breyta því eftir á. En í ljósi þess að frávísunartillagan var felld, illu heilli, af meiri hluta þingmanna lítum við svo á að þrjú ár af vondum samningi séu skárri en tíu ár af vondum samningi og því munum við styðja þessa breytingartillögu.