145. löggjafarþing — 144. fundur,  1. sept. 2016.

búvörulög o.fl.

680. mál
[12:50]
Horfa

Þorsteinn Sæmundsson (F):

Hæstv. forseti. Þessi tillaga er sýndarmennska. Það liggur hreint fyrir að lögfræðingur í samningarétti kvað upp úr með að endurskoðunarákvæði þessa samnings væru fortakslaus. Það er einnig svo að allir samningar sem gerðir eru á vegum ríkisins eru gerðir með fyrirvara um fjárlög hvers árs. Það velkist enginn í vafa um það að Alþingi hefur stjórn á þessum samningi nákvæmlega eins og öðrum samningum sem gerðir eru. Af því að hér hefur verið fjölyrt um styrkupphæð, þ.e. styrk til bænda í tíu ár, þá eru framleiðslustyrkir til landbúnaðar á Íslandi u.þ.b. 1% af vergri landsframleiðslu, með tollverndinni innifalinni, sem er mjög á pari við það sem gerist í OECD-ríkjunum. Þetta gerum við til að tryggja matvælaöryggi og matvælasjálfstæði, tryggja hag bæði bænda og neytenda. Ég segi nei.