145. löggjafarþing — 144. fundur,  1. sept. 2016.

búvörulög o.fl.

680. mál
[13:02]
Horfa

Kristján L. Möller (Sf):

Hæstv. forseti. Hér er tillaga sem stjórnarmeirihluti flytur um að sérmerktir ostar sem svo hafa verið kallaðir, sem eru ostar sem framleiddir eru erlendis en ekki á Íslandi, skuli nú í fyrsta skipti hér á Íslandi geta verið fluttir inn í landið án ofurtolla ríkisins. Við styðjum þetta hænuskref. Hefðum að sjálfsögðu viljað sjá þetta um allt saman en það náðist ekki fram. Eins og ég segi hér um aðra tillögu sem meiri hlutinn flutti, þetta var önnur af þeim tillögum sem ég hafði hugsað mér að flytja en hún er flutt af meiri hlutanum. Og sama hvaðan gott kemur í þessu hænuskrefi. Þess vegna greiðum við atkvæði, þingmenn Samfylkingarinnar, með þessari tillögu.