145. löggjafarþing — 144. fundur,  1. sept. 2016.

búvörulög o.fl.

680. mál
[13:15]
Horfa

Haraldur Benediktsson (S):

Virðulegi forseti. Við greiðum hér atkvæði um breytingartillögu sem við höfum efnislega áður fellt, en jafnframt hafði því verið lýst yfir að á milli umræðna mundi hv. atvinnuveganefnd taka málið til endurskoðunar. Ég bið hv. þingmenn að vera ekki í umræðum um það hér að við séum að verja með einhverjum hætti dýraníð. Svo er alls ekki. Að fella niður stuðning eða beingreiðslur til bænda út af slíkum brotum er flókið verkefni og við viljum að sú lagasetning verði vönduð.