145. löggjafarþing — 144. fundur,  1. sept. 2016.

um fundarstjórn.

[18:23]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P):

Virðulegi forseti. Ég ætla aftur að bera fram kvörtun sem ég hef stundum borið fram í lok sérstakra umræðna. Hún er sú að mér þykja þessar umræður allt of stuttar. Það er undantekningarlítið barið í bjöllu áður en menn ná að segja það sem þeir þurfa að segja. Mér þykir þetta mjög gott form umræðu á Alþingi vegna þess að hér taka jafnan allir þingflokkar þátt og þó að við séum ekki endilega alltaf sammála í lokin þá finnast mér umræðurnar alltaf áhugaverðar. Þær varpa alltaf nýju ljósi á málin og við fáum að heyra álit svo margra. Mér þykir þetta afskaplega gagnlegt umræðuform, mér þykir mjög vænt um það, en mér finnst bara vera of lítið um það. Mér finnst að það ætti í það minnsta að tvöfalda þann ræðutíma sem hver hv. þingmaður fær til að tala undir þessum dagskrárlið. (BirgJ: Heyr, heyr.)