145. löggjafarþing — 147. fundur,  6. sept. 2016.

framkvæmdaáætlun í jafnréttismálum 2016--2019.

764. mál
[18:35]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þingmanni ræðuna og tel að það sé alveg gríðarlega mikilvægt mál sem hv. þingmaður kom inn á. Hv. þingmaður og ég erum sammála um að við viljum breyta samfélaginu í þá átt að hér aukist jafnrétti og fordómar verði minni. Ég er sammála því að þetta liggur að einhverju leyti í menningunni og umræðunni.

Ég vil taka fram að ég á ekki sæti í hv. allsherjar- og menntamálanefnd sem fjallar um þetta mál, en fjallað er í þingsályktunartillögunni og í nefndarálitinu um mikilvægi þess að jafnréttisfræðsla verði efld á öllum skólastigum. Mig langar að heyra við horf hv. þingmanns varðandi það hvernig sé hægt að virkja skólana þegar kemur að því að efla þessa umræðu, þjálfa börnin okkar til þess að taka þátt í umræðu um fjölbreytt samfélag og hvort skólinn sé ekki þar tæki sem við getum notað í auknum mæli.