145. löggjafarþing — 147. fundur,  6. sept. 2016.

almannatryggingar.

197. mál
[20:52]
Horfa

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég hvet hv. þingmann til þess að ræða málið fyrir 3. umr. og reyna að finna þessar tölur. Ég hefði líka viljað sjá Siðfræðistofnun Háskóla Íslands koma að málinu við umfjöllun nefndarinnar af því að hv. þingmaður sagði að það hefði verið góð og mikil umfjöllun um það. Þegar ég var viðstödd umræðuna hér síðast, þ.e. þegar staðgöngumæðrunarfrumvarpið kom fram, kom Siðfræðistofnun með afar ítarlega greiningu. Það hefði verið áhugavert að fá hennar vinkil á þennan tiltekna þátt. En ég vona að við getum náð því að fá að sjá þessar tölur því að það er áhugavert í stóra samhenginu.