145. löggjafarþing — 147. fundur,  6. sept. 2016.

aukinn stuðningur vegna tæknifrjóvgana.

20. mál
[21:28]
Horfa

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Bara svona rétt til að hnykkja á þessu. Ég ákveð þá að skilja það þannig að reglurnar sem nú eru í gildi um þátttöku Sjúkratrygginga í ferðakostnaði muni eiga við áfram um þær meðferðir sem eru niðurgreiddar þó að um þessa meðferð sé að ræða. Í þingsályktunartillögunni kemur fram að af því að fyrsta og fimmta meðferð eru ekki niðurgreiddar sé sá ferðakostnaður ekki greiddur, en í annarri til fjórðu meðferð er hann greiddur. Ég held að það gerist þá af sjálfu sér þannig að það þarf svo sem ekki að orðlengja það frekar.