145. löggjafarþing — 149. fundur,  8. sept. 2016.

íslensk tunga í stafrænum heimi.

[10:50]
Horfa

Svandís Svavarsdóttir (Vg):

Virðulegi forseti. Ég vil þakka hæstv. ráðherra fyrir svarið og fagna því að þetta er komið í traustan farveg. Nú erum við að tala um tiltekinn hluta verkefnisins ef svo má að orði komast sem kostar 50 milljónir núna og er strax undir hatti fjáraukalaga. Þá vil ég spyrja hæstv. ráðherra hvort hann telji ekki fara vel á því að Alþingi fyrir alþingiskosningar skili þessu verkefni með skýrari hætti inn í lengri framtíð — þá er ég jafnvel að hugsa um í tengslum við væntanlegt fullveldisafmæli eða einhver slík tímamót — og Alþingi sameinað einhendi sér í að sýna með myndarlegum hætti að við ætlum að gera íslenskri tungu til góða til lengri framtíðar til þess að hún verði áfram þessi styrka stoð og mikilvægi kjarni þess að við erum sjálfstæð þjóð.